Fjölmennur hópur kennara gekk í dag áleiðis frá Valaskjálf að Tehúsinu á Egilsstöðum til að bæði sýna stuðning sinn við þá kennara í landinu sem þegar eru í verkfalli en jafnframt til að skora á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu kennara við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Allir tíu oddvitar þeirra flokka sem fram bjóða til Alþingis í Norðausturkjördæmi eru á þeirri skoðun að taka þurfi niðurgreiðslukerfið Loftbrú til endurskoðunar. Annaðhvort gagngerrar endurskoðunar eða útvíkka hugmyndina frekar en raunin er.
Allir tíu oddvitar þeirra flokka sem fram bjóða í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar eru á einu máli um að Reykjavíkurflugvöllur skuli hvergi fara. Staðsetning hans sé hreint og beint þjóðaröryggismál.
Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.
Það tekið árafjöld, svita og einhver tár í og með en í haust náðist endanlega að ljúka því sem ljúka þurfti á Beituskúrssvæðinu í Neskaupstað. Þar nú fyrirtaks aðstaða í Beituskúrnum sjálfum, aldeilis ágætt eldhús og síðast en ekki síst glænýr, en þó eldgamall, veislusalur í því sem kallað er Rauða húsið. Þar stendur til að bjóða í jólahlaðborð á næstunni.
Um tíma hefur hópur sjálfboðaliða Rauða krossins á Egilsstöðum staðið fyrir svokölluðu Tungumálakaffi einu sinni í viku á Bókasafni Héraðsbúa en þangað eru allir íbúar ef erlendu bergi velkomnir ef áhugi er á að læra íslensku.
Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.
Körfuknattleiksdeild Hattar tók sér ekki langan tíma að hafa uppi á nýjum bakverði í stað Bandaríkjamannsins Courvoisier McCauley sem látinn var fara í byrjun vikunnar. Annar bandarískur einstaklingur, Justin Roberts, mun koma í hans stað.
Bakvörðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir körfuknattleikslið Hattar á Egilsstöðum en hann var látinn taka pokann sinn í byrjun vikunnar. Leit er hafin að nýjum bakverði.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.