VA eini framhaldsskólinn sem býður upp á félagsfærniáfanga

dagur gegn einelti í vaNemendur og starfsmenn Verkmenntaskóla Austurlands sýndu samstöðu gegn einelti á táknrænan hátt þegar þeir hittust á fótboltavellinum á mánudaginn og mynduðu hjarta.

„Því miður hafa verið að koma upp eineltismál hjá okkur í gegnum tíðina, alls ekki mörg en eitt eineltismál er of mikið. Hér í VA er einelti eða annað ofbeldi ekki liðið og eru allir hvattir til að skipta sér af, koma til hjálpar og láta vita verði þeir vitni að slíku," segir Elvar Jónsson, skólameistari Verkmenntaskólans.

Elvar segir ýmislegt forvarnarstarf unnið innan veggja skólans til þess að takast á við þann vággest sem einelti er. „Við erum til dæmis með fræðslu í einstaka áföngum og vil ég þar sérsteklega nefna að við erum, að því ég best veit, eini framhaldsskólinn sem býður upp á sérstaka félagsfærni áfanga (ART)."

ART stendur fyrir „Aggression Replacement Training" og skiptist niður í þrjá meginþætti, félagsfærni, reiðistjórnun og siðræna röksemdafærslu.

„Það er mjög margt sem bendir til þess að nemendur sem fara í ART nái betri tökum á hlutum eins og mannlegum samskiptum, til dæmis hvernig á að koma fram við annað fólk og setja sig í spor annara," segir Elvar.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.