Fjarðabyggð Lengjubikarmeistari í B-deild
Fjarðabyggð fagnaði í gær sigri í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Leikni þrátt fyrir að leika manni færri í klukkutíma.Fannar Árnason kom Fjarðabyggð yfir strax á tíundi mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Annað markið kom á 22. mínútu og var skráð sem sjálfsmark Leiknismanna eftir skot Jóhanns Ragnars Benediktssonar.
Brynjar Jónasson kom Fjarðabyggð í 3-0 á 28. mínútu. Hann fékk hins vegar sitt annað gula spjald og þar með það rauða tveimur mínútum síðar. Brynjar Gestsson, þjálfara Fjarðabyggðar, var vísað upp í stúku fyrir mótmæli í kjölfarið.
Það breytti því ekki að Andri Jónasson skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hilmar Freyr Bjartþórsson minnkaði muninn fyrir Fáskrúðsfirðingar í seinni hálfleik en það hafði engin áhrif á úrslit leiksins.
Mynd: Eysteinn Þór Kristinsson