Blaðamaður hjá Útgáfufélagi Austurlands

Útgáfufélag Austurlands auglýsir eftir blaðamanni í 100% starf.

Starfið er auglýst án staðsetningar á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs og felur í sér skrif og efnisvinnslu fyrir vefinn Austurfrétt og vikublaðið Austurgluggann.

Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, geta unnið undir tímapressu og hafa almenna tölvukunnáttu auk góðs valds á íslensku ritmáli. Þekking á austfirsku samfélagi og staðháttum er æskileg. Reynsla af fjölmiðlum er mikill kostur.

Kaup og kjör miðast við kjarasamning Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri, í síma 848-1981 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknir, ásamt ferilskrá, skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí. 

Miðað er við að viðkomandi hefji störf 1. júlí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.