Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur með fulltingi fjögurra samflokksmanna sinna lagt fram þingsályktunartillögu um að takmarka skuli eignarhald erlendra aðila í fiskeldi hérlendis við 25% eignarhlut. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og einn þingmanna Norðausturkjördæmis, Jens Garðar Helgason, geldur varhug við slíkum hugmyndum.