Veðurfarslega var októbermánuður á Austurlandi tvískiptur mjög samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands. Þó kalt væri síðari hluta mánaðarins með töluverðum snjó að auki mældust allra hæstu hitatölur mánaðarins á nokkrum stöðum austanlands líka.
Þrátt fyrir töluverða rigningu víðast austanlands frá því í morgun og meðfylgjandi asahláku á vegum og stígum hefur allt gengið áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglu.
Enn eitt árið er hin einstaka austfirska hátíð Dagar myrkurs gengin í garð sem er ávísun á fjölda hryllilegra, en jafnframt forvitnilegra, viðburða víðast hvar allt fram á sunnudaginn kemur.