Árleg upplestrarferð rithöfunda um Austurland fer af stað á morgun. Að þessu sinni bætist Breiðdalsvík við þannig að lesið verður upp á sex stöðum. Markmiðið er sem fyrr að kynna nýjar bækur og koma á kynnum milli austfirskra höfunda og skálda af höfuðborgarsvæðinu.