Breiðdælingurinn Elva Bára Indriðadóttir þótti taka allra bestu ljósmyndina í ljósmyndakeppni Myrkra daga þetta árið. Sú mynd tekin í ljósaskiptunum á Breiðdalsvík af börnum í nammileit.
Enn eitt árið er hin einstaka austfirska hátíð Dagar myrkurs gengin í garð sem er ávísun á fjölda hryllilegra, en jafnframt forvitnilegra, viðburða víðast hvar allt fram á sunnudaginn kemur.