Í síðasta mánuði var tekin í gagnið ný viðbygging leikskólans Dalborgar á Eskifirði en þar verið heldur þröngt á þingi fyrir bæði nemendur og starfsfólk um langt skeið. Þessum áfanga skal fagnað síðdegis á morgun með opnu húsi fyrir foreldra og gesti aðra sem vilja kynna sér breytingarnar og þiggja veitingar um leið.