Útgerð og tryggingafélag skips hafa verið sýknuð af skaðabótakröfu foreldra skipverja, sem drukknaði þegar hann féll útbyrðis skömmu áður en skipið kom til hafnar á Vopnafirði í maí 2020. Foreldrarnir töldu útgerðina hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við þjálfun skipverjans en dómstólar töldu það ósannað.