Ósk forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar Austur um úthlutun lóðar undir nýja líkamsræktarstöð við fyrirhugaðan sundlaugargarð íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum hefur verið hafnað að sinni. Ástæðan fyrst og fremst sú að skipulagning svæðisins við íþróttamiðstöðina er of skammt á veg komin til að ráð sé að úthluta lóðum eða ákvarða framtíðarstefnu svæðisins.