Viðbygging leikskólans Dalborgar á Eskifirði var formlega tekin í notkun með athöfn í gær. Rými fyrir bæði starfsfólk og leikskólabörn stækkar með því verulega og öll starfsemi skólans færist undir sama þak.
Í síðasta mánuði var tekin í gagnið ný viðbygging leikskólans Dalborgar á Eskifirði en þar verið heldur þröngt á þingi fyrir bæði nemendur og starfsfólk um langt skeið. Þessum áfanga skal fagnað síðdegis á morgun með opnu húsi fyrir foreldra og gesti aðra sem vilja kynna sér breytingarnar og þiggja veitingar um leið.
Milljóna króna dagsektir Heilbrigðiseftirlits Austurlands verða að fullu felldar niður gagnvart fyrirtækinu Móglí ehf. ef þeir standa við að hreinsa að fullu olíumengaðan jarðveg á lóðum Strandgötu 59 og 61 á Eskifirði. Skal hreinsun vera lokið eigi síðar en þann 15. nóvember næstkomandi.
Tvö umferðaróhöpp urðu í hálku í gærkvöldi í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi. Leitarflokkar voru settir í viðbragðsstöðu á sunnudag vegna rjúpnaskyttu sem skilaði sér seinna til byggða en stefnt var að.
Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður frá Eskifirði, minntist tengdamóður sinnar í þingræðu í síðustu viku um leið og hún vakti athygli á mikilvægi þess að landsmenn nýti sér skimanir sem í boði eru fyrir krabbameinum.
Fjarðabyggð hefur lagt fram tillögu um tilfærslu tjaldsvæðisins á Eskifirði. Núverandi tjaldsvæði er víkjandi í skipulagi en nýjasta tillagan gengur út á að sá reitur sem valinn var undir tjaldsvæðið í staðinn verði frekar nýttur undir íbúabyggð.
Starfshópur, sem skipaður var til að meta kosti til framtíðar fyrir íþróttahús á Eskifirði, leggur til að byggt verði nýtt íþróttahús við hlið sundlaugarinnar. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á næsta ári.