Loka þurfti veginum yfir Fagradal í dag eftir árekstur. Fjórir einstaklingar meiddust í slysinu en enginn alvarlega. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðalanga ofan af Fjarðarheiði en í óhöppum þar urðu ekki meiðsli á fólki.