Skipulagsstofnun telur ljóst að áform um byggingu vatnsaflsvirkjunar í Geitdal í Múlaþingi munu hafa í för með sér verulegar ásýndarbreytingar á svæðinu. Svo miklar raunar að óraskaður dalurinn muni fá manngert yfirbragð í kjölfarið.