Færri en tíu einstaklingar fara árlega fram á endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum þegar tími hjá lækni fellur niður fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust samkvæmt gögnum frá stofnuninni. Þingmaður Norðausturkjördæmis telur engan vafa leika á að þeir séu mun fleiri sem fyrir slíku verða en vita ekki hvert á að leita til að fá endurgreiðslu. Því þurfi að breyta nú þegar til stendur að rukka fólk fyrir alla þá tíma sem það ekki kemst í.