Þessa dagana er á Vopnafirði unnið að umbreytingum á fyrrum sláturhúsi Sláturhúss Vopnfirðinga í Nýtingarmiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir þróun og vinnslu matvæla. Samstarf við Háskólann á Akureyri er líka á döfinni.
Forstjóri Matvælastofnunar segir að vörslusvipting á búfé sé alltaf síðasta úrræðið sem beitt sé þegar ekki er orðið við ítrekuðum áminningum. Öllu fé á bæ í Hjaltastaðaþinghá var í gær smalað heim og tekið.
Matvælastofnun (MAST) stýrir aðgerð sem snýst um að smala öllu fé sauðfjárbónda á Úthéraði heim að bæ. Til stendur að taka féð af bóndanum eftir ítrekaðar athugasemdir um umhirðu.