Viðbygging leikskólans Dalborgar á Eskifirði var formlega tekin í notkun með athöfn í gær. Rými fyrir bæði starfsfólk og leikskólabörn stækkar með því verulega og öll starfsemi skólans færist undir sama þak.