Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur sent öllum sveitarfélögum landsins áminningu um heimild í lögum til að lækka bætur ef byggingar eru reistar á svæðum sem sérstaklega eru viðkvæm fyrir náttúruhamförum. Bæjarráð Fjarðabyggðar telur þörf á að ábyrgð tryggingarinnar verði skýrð nánar.