Myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng verða formlega teknar í notkun á morgun. Fyrstu slíkar myndavélarnar voru ræstar í Norðfjarðargöngum haustið 2021. Meðalhraðaeftirlit þykir gefa góða raun við að draga úr hraða og þar með umferðarslysum.