Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahrepp, segir stór loforð ríkis við sameiningu sveitarfélaga hafa oftar en einu sinni verið svikin undanfarna áratugi. Hann lýsir því að sveitarfélög eigi ítrekað í átökum við ríkið þótt heita eigi að þau vinni hlið við hlið.