Í vikunni samþykkti Alþingi breytingar á lögum um stuðning við einkarekna fjölmiðla þar sem hlutfallslegur stuðningur við minni fjölmiðla er aukinn á kostnað þeirra allra stærstu. Þetta þýðir að meira fjármagn skilar sér til landshlutafjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins sem í mínum huga er jákvætt fyrir land og þjóð.