Rannsakendur á vegum Skálanesseturs í Seyðisfirði hafa undanfarin misseri rannsakað umfang og viðhorf til bláa hagkerfisins á Austfjörðum. Þeir segja íbúa hafa áhyggjur af fækkandi störfum í sjávarútvegi og að þeir séu ekki hafðir með í ráðum þegar stórar ákvarðanir eru teknar en tækifæri séu til að kynna ungt fólk fyrir greininni, meðal annars með samstarfi um nýsköpun.