Skáldið frá Skriðuklaustri, Gunnar Gunnarsson, fluttist ungur til Danmerkur til að verða rithöfundur og skrifaði á dönsku. Eftir að hann flutti heim þýddi hann bækur sínar á íslensku og varð innflytjandi í annað sinn. Málefni innflytjendahöfunda eru í brennidepli á málþingi sem haldið er í tilefni 50 ára ártíðar Gunnars um leið og Aðventa verður lesin á 21 tungumáli.