Þó enn lifi rétt rúmir tveir mánuðir af árinu liggur þegar fyrir að metfjöldi ferðafólks hefur heimsótt tvær af helstu náttúruperlum Austurlands hingað til. Þar um að ræða Stuðlagil og Hengifoss en alls rúmlega 420 þúsund manns hafa heimsótt þá staðina auk Hafnarhólma sem er 7% fjölgun frá metárinu í fyrra.