Myndlistarmaðurinn Sindri Dýrason opnar á morgun listsýningu í Vallaneskirkju. Sindri, sem stundar nám á Hallormsstað, segist fá innblástur af því að keyra um Austurland. Í mestu uppáhaldi eru þó fjöllin á Seyðisfirði þar sem hann er alinn upp.