Skip to main content

160 kindur teknar á Stórhóli

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. jan 2010 13:23Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er með 160 kindur í sinni vörslu sem teknar voru á sauðfjárbýlinu Stórhóli í gærkvöldi. Húsakostur á staðnum var ekki talinn ráða við allar þær kindur sem þar voru.

 

ImageHalldór Runólfsson, yfirdýralæknir, staðfesti í samtali við agl.is að 160 kindur hafi verið teknar. Talið er að fjárhúsin á staðnum rúmi 820 og það sem var umfram þá tölu var tekið.

Sýslumaðurinn framkvæmdi aðgerðina og gaf ábúendum fjögurra sólarhringa andmælarétt. Djúpavogshreppur er með féð í sinni vörslu á bóndabæ í nágrenninu.

Samkvæmt heimildum agl.is er ekki talið útilokað að fleiri kindur frá Stórhóli séu enn á fjalli og kunni að heimtast. Slíkt hafi gerst áður.