160 kindur teknar á Stórhóli
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er með 160 kindur í sinni vörslu sem teknar voru á sauðfjárbýlinu Stórhóli í gærkvöldi. Húsakostur á staðnum var ekki talinn ráða við allar þær kindur sem þar voru.

Sýslumaðurinn framkvæmdi aðgerðina og gaf ábúendum fjögurra sólarhringa andmælarétt. Djúpavogshreppur er með féð í sinni vörslu á bóndabæ í nágrenninu.
Samkvæmt heimildum agl.is er ekki talið útilokað að fleiri kindur frá Stórhóli séu enn á fjalli og kunni að heimtast. Slíkt hafi gerst áður.