160 kindur teknar á Stórhóli

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er með 160 kindur í sinni vörslu sem teknar voru á sauðfjárbýlinu Stórhóli í gærkvöldi. Húsakostur á staðnum var ekki talinn ráða við allar þær kindur sem þar voru.

 

ImageHalldór Runólfsson, yfirdýralæknir, staðfesti í samtali við agl.is að 160 kindur hafi verið teknar. Talið er að fjárhúsin á staðnum rúmi 820 og það sem var umfram þá tölu var tekið.

Sýslumaðurinn framkvæmdi aðgerðina og gaf ábúendum fjögurra sólarhringa andmælarétt. Djúpavogshreppur er með féð í sinni vörslu á bóndabæ í nágrenninu.

Samkvæmt heimildum agl.is er ekki talið útilokað að fleiri kindur frá Stórhóli séu enn á fjalli og kunni að heimtast. Slíkt hafi gerst áður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar