Varað við byl í kvöld: Bíleigendur hvattir til að leggja ekki úti í vegköntum

snjor egs 24022015 2Austfirsk sveitarfélög beina því til íbúa að leggja faratækjum sínum þannig að þau hamli ekki snjómokstri. Öll tiltæk tæki hafa verið að störfum undanfarinn sólarhring og útlit er fyrir að enn bæti í snjóinn seinni partinn.

Bíleigendur er hvattir til að leggja ekki bílum sínum í vegköntum eða út við ruðninga, því það torveldar snjóruðning og einnig skapast hætta á að bílar geti skemmst þegar ruðningstækin fara framhjá.

Þeir eru því hvattir til að reyna að finna bifreiðum sínum heppileg stæði á meðan óveðrið gengur yfir.

Veðurstofan spáir austan eða suðaustan 18-23 m/s í dag. Útlit er fyrir að það fari að hvessa upp úr hádegi og að seinni partinn verði skollinn á bylur með slyddu eða rigningu úti við ströndina en snjókomu inn til landsins.

Snjó kyngdi niður á mánudagskvöld og hafa öll tiltæk tæki verið við snjómokstur á Austfjörðum síðan í gærmorgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar