Yfir 93% þeirra sem kusu hjá AFLi studdu verkfall

afl93,4% þeirra félagsmanna AFLs starfsgreinafélags sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambands Íslands kusu með verkfalli. Verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku.

Kosið var í 16 aðildarfélögum sambandsins um allt land um tvo aðalkjarasamninga, annars vegar hjá félagsmönnum í verkamannadeild sem starfa eftir almennum samningum við Samtök afvinnulífsins og þeirra sem starfa eftir samningum um veitinga- og gististaði og hliðstæða starfsemi.

Hjá AFLi greiddu 50,58% þeirra sem starfa eftir almennu samningunum atkvæði og 95,4% þeirra sögðu já.

Um þjónustusamninginn greiddu 30,66% atkvæði og sögðu 67,79% þeirra já. Öll hlutföll eru svipuð og á landsvísu.

Í tilkynningu segir að kjörsóknin hafi verið meiri en forsvarsmenn verkalýðsfélaganna höfðu vænst.

Verkfall félagsmanna SGS hefst því fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar