Eðlilegt að ríkið hlutist til um skipulag Reykjavíkurflugvallar

thota egs 14042015 0007 webBæjarráð Fljótsdalshéraðs styður frumvarp um lög og skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra fari með yfirstjórn þessara mála þar en ekki sveitarfélagið.

Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá í morgun en til umsagnar var frumvarpið sem lagt var fram af fimmtán þingmönnum Framsóknarflokksins.

Ráðið undirstrikar að þótt mikilvægt sé að skipulagsvald sveitarfélaga sé almennt virt geti komið upp aðstæður sem réttlæti inngrip stjórnvalda í ákveðnar skipulagsáætlanir.

Ráðið telur eðlilegt að ríkisvaldið hlutist sérstaklega til um skipulag flugvallarins í ljósi mikilvægis hans fyrir landið allt.

Það bendir einnig á að eðlilegt geti talist að sett sé sérstök löggjöf um alþjóðaflugvelli á landinu þar sem meðal annars er tekið á skipulagsmálum þeirra valla með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar