Flutt inn í nýtt hjúkrunarheimili

hjukrunarheimili egs vigsla 0101 webBúið er að flytja inn í Dyngju, nýtt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum sem opnað var í mars um mánuði síðar en áætlað var. Unnið er að ráðstöfun þess húsnæðis sem áður var notað undir hjúkrunarrými aldraðra.

Til stóð að flutt yrði inn í Dyngju strax eftir páska en það tafðist meðal annars þar sem töf varð á uppsetningu sjúkrakallkerfis og annars búnaðs.

Nú er hins vegar allt upp sett og flutt var inn á þriðjudaginn í síðustu viku. Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir bæði íbúa og starfsfólk „himinsæla"með fyrirkomulagið.

Heimild er til að nýta allt að 30 hjúkrunarrými í Dyngju. Nína reiknar með að þau verði fullnýtt í haust en íbúum verði bætt við í takt við starfsmannafjölda.

Hjúkrunarrými aldraðra á Egilsstöðum var áður að Lagarási 17 sem er í eigu Ársala, áður Dvalaheimilis aldraðra.

Hluti húsnæðisins verður nýttur fyrir heilsugæslustarfsemi, það er heilsuvernd barna og heimahjúkrun, en sú starfsemi mun vera orðin frekar aðþrengd í núverandi rými.

Restin verður leigð út sem íbúðir til eldri borgara eins og gert var áður en húsnæðið var leigt HSA undir hjúkrunarrými.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar