Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Seyðisfjarðar

skemmtiferdaskip seydis 14052015 0003 webFyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, hið þýska MS Amadea, lagðist að bryggju á Seyðisfirði í gærmorgun. Skemmtiferðaskipakomur hafa aldrei verið tíðari til Austurlands en í ár.

Um borð í Amadeu voru 620 farþegar sem nýttu daginn í skoðunarferðir um Fljótsdal, Borgarfjörð og Seyðisfjörð.

Skipið lét úr höfn frá Hamburg fyrir um tveimur vikum og hefur síðan siglt á milli hafna í norðvestur Evrópu. Til Seyðisfjarðar kom skipið frá Skotlandi. Það siglir hringinn í kringum Ísland áður en það heldur aftur heim með viðkomu á Írlandi.

Von er á 25 skemmtiferðaskipum til Seyðisfjarðar í sumar, því síðasta í lok september.

Þá er von á tíu skipum til Fjarðabyggðar í sumar og nokkrum til Djúpavogs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar