Risastór pollur stöðvaði ferðalanga á Öxi – Myndband

oxi pollur 15052015 webFerðalangar á leið yfir Öxi snéru við eftir að hafa ekið fram á risastóran poll þegar komið var upp á háheiðina Berufjarðarmegin frá í kvöld. Leysingavatn hafði safnast saman á veginum sem þó var merktur greiðfær.

„Færið var fínt þar til við keyrðum fram á þetta stöðuvatn á miðjum veginum," segir Arnar Þór Ingólfsson sem var á ferðinni um klukkan hálf átta í kvöld.

„Við vorum heillengi að hugsa um dýpið og enduðum á að stinga stiku ofan í pollinn. Hann var örugglega meiri en metri á dýpt."

Eftir snjókomu síðustu þrjár vikur hefur hlýnað það sem af er þessari. Í dag hefur verið hlýtt og stundum vindasamt á milli þess sem skipst hafa á skin og skúrir sem eru kjöraðstæður til leysinga.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.