Bankasameining: 1147 verður 0169
Landsbankinn vinnur nú að síðustu skrefum sameiningu við Sparisjóð Vestmannaeyja sem felur það meðal annars í sér að bankinn yfirtekur fyrrum útibú á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Ný númer útibúanna voru kynnt fyrir helgi.Útibúin á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík voru áður númer 1147 en fá núna númerin 0169.
Reikningar sparisjóðsins voru gerðir aðgengilegir í netbanka Landsbankans fyrir helgi en lesaðgangur að heimabanka sparisjóðsins verður opinn næstu þrjá mánuði.
Í tilkynningu frá bankanum segir að ekki þurfi að skipta út greiðslukortum, debet- og kreditkortum og hægt verður að nota þau þar til kemur að næstu endurnýjun. Öryggis- og PIN-númer kortanna breytast ekki.
Eiginleikar, skilmálar, verð og kjör munu breytast til samræmis við vörur og þjónustu Landsbankans.
Öll reikningsnúmer veltureikninga og innlánsreikninga verða hins vegar óbreytt og sama á við um lánsnúmer útlána nema að útibúanúmer breytast. Höfuðbækur reikninga haldast að mestu óbreyttu.
Í flestum tilvikum breytast hins vegar vaxtakjör reikninga og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér þau nánar hjá bankanum.