Kannabistyppi fannst á Seyðisfirði

norronaKannabisfylltur gervilimur fannst á bryggjunni á Seyðisfirði í morgun, eftir að tollafgreiðslu úr farþegaferjunni Norrænu var lokið. Starfsmenn á bryggjunni veittu gervilimnum athygli og fóru með hann inn á borð til tollayfirvalda. Þetta kom fyrst fram á vef RÚV.

Í samtali við Austurfrétt sagði Árni Elísson, tollvörður á Seyðisfirði, að starfmenn hafnarinnar hefðu skemmt sér vel yfir þessum fundi og afhent gerviliminn með bros á vör. Fljótlega hafi þó fíkniefnahundur tollgæslunnar sýnt limnum mikinn áhuga og við nánari skoðun hafi komið í ljós að inni í limnum voru falin 8 grömm af kannabisefnum.

Grunur leikur á að limnum hafi verið hent út úr bifreið áður en komið var að tollaeftirliti og telur Árni að þeir sem þarna voru að verki hafi ekki þorað að fara með efnin í gegnum tollinn.

Gervilimurinn, sem er að sögn Árna ekki rafknúinn heldur handknúinn, hefur verið færður lögreglunni á Eskifirði til nánari rannsóknar.

Með ferjunni í morgun komu um 600 farþegar og níutíu farartæki. Tollafgreiðsla gekk að öðru leyti ágætlega fyrir sig. Þó er alltaf eitthvað um að matvæli og áfengi finnist í farangri farþega, sem gera sér ef til vill ekki grein fyrir því að hingað til lands má ekki flytja þýskar pylsur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.