Samkeppniseftirlitið búið að vera í tvö ár að skoða tengsl Síldarvinnslunnar við eigendur
Samkeppniseftirlitið er enn að skoða tengsl Síldarvinnslunnar við aðaleigendur sína, Gjögur og Samherja. Hún hefur staðið í rúm tvö ár.„Staða athugunar Samkeppniseftirlitsins á því máli er sú að það er enn í skoðun en lyktir málsins hafa dregist vegna anna," segir í svari eftirlitsins við fyrirspurn Austurfréttar.
Eftirlitið tilkynnti í apríl 2013 að það hefði hefði hafið athugun á hvort fyrirtækin þrjú hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga um samkeppnishamlandi samvinnu keppinauta.
Upphaflega var kaupum Síldarvinnslunnar á Berg-Huginn í Vestmannaeyjum síðsumars 2012, sem nýverið voru staðfest í Hæstarétti, skotið til eftirlitsins.
Það komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri óeðlilegt við þau en rannsóknin hefði hins vegar leitt í ljós mikla samvinnu milli Síldarvinnslu og aðaleigendanna tveggja í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða.