Bláfáninn dreginn að húni á Borgarfirði í þrettánda sinn

borgarfjordur eystri hofn landvernd webBláfáninn var dreginn að hún við höfnina á Borgarfirði eystra í þrettánda sinn fyrir skemmstu. Verkefnið var innleitt hérlendis og hafa Borgfirðingar því verið með frá byrjun.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum. Yfir 4.000 baðstrendur og smábátahafnir flagga fánanum í 49 löndum um heim allan.

Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.

Meginmarkmið Bláfánans er að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda, efla umhverfisvitund gesta og notenda og stuðla að heilbrigði umhverfisins til framtíðar.

Í ár er metár í starfsemi Bláfánans á Íslandi en níu staðir flagga fánanum í sumar, þ.e. sex smábátahafnir og þrjár baðstrendur en Borgarfjarðarhöfn er sú eina á Austurlandi.

Landvernd hefur umsjón með Bláfánanum á Íslandi og innleiddi verkefnið hér á landi árið 2002.

Frá höfninni á Borgarfirði. Mynd: Landvernd

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar