Gullbergsfjölskyldan borgar hæstu skattana eystra
Þrír af fyrrum eigendum útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði eru á meðal þeirra tuttugu sem greiða hæstu opinberu gjöldin samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga.Hæstur er Adolf Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri, sem greiðir rúmar 102 milljónir í opinber gjöld. Hann er tólfti á heildarlistanum.
Guðjón Harðarson er fjórtándi á heildarlistunum með rúmar 95,5 milljónir í opinber gjöld og María Vigdís Ólafsdóttir næst á eftir með tæpar 94,5 milljónir.
Þann 1. október í fyrra var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar í öllum hlutabréfum í útgerðarfélaginu Gullbergi og fiskvinnslunni Brimbergi á Seyðisfirði.
Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Kjarninn áætlaði að verðmæti kvóta félagsins væri 6,6 milljarðar.