Gullbergsfjölskyldan borgar hæstu skattana eystra

adolf gudmundsson okt14Þrír af fyrrum eigendum útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði eru á meðal þeirra tuttugu sem greiða hæstu opinberu gjöldin samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga.

Hæstur er Adolf Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri, sem greiðir rúmar 102 milljónir í opinber gjöld. Hann er tólfti á heildarlistanum.

Guðjón Harðarson er fjórtándi á heildarlistunum með rúmar 95,5 milljónir í opinber gjöld og María Vigdís Ólafsdóttir næst á eftir með tæpar 94,5 milljónir.

Þann 1. október í fyrra var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar í öllum hlutabréfum í útgerðarfélaginu Gullbergi og fiskvinnslunni Brimbergi á Seyðisfirði.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Kjarninn áætlaði að verðmæti kvóta félagsins væri 6,6 milljarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar