Hestar sluppu í þéttbýli á Egilsstöðum: Of algengt að sögn lögreglu

IMG 6818Austurfrétt barst veður af því að hestar væru lausir í þéttbýli á Egilsstöðum um fimmleytið í dag. Blaðamaður fór á vettvang og þá var blessunarlega búið að ná hestunum í taum efst á Fagradalsbrautinni.

Hestarnir voru tveir talsins og voru það bændur á Egilsstaðabýlinu sem höfðu veitt þeim eftirför.

Lögreglan á Egilsstöðum hafði ekki fengið tilkynningu um málið en lögreglumaður sem Austurfrétt ræddi við sagði að það kæmi ekkert á óvart ef það hefðu verið lausir hestar í þéttbýlinu á Egilsstöðum. Það sé of algengt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar