Góður gangur í strandveiðum í júlí

bdalsvik hh2Strandveiðar á svæði C, sem nær yfir Austfirði, gengu vel í júlímánuði miðað við tölur frá Fiskistofu. Alls komu á land ríflega 1.157 tonn eða um helmingi meira en ráð var fyrir gert að veitt yrði á svæðinu í mánuðinum.

Ástæðan er að ekki tókst að veiða allan þann kvóta sem úthlutað var í maí og júní.

Alls voru 1.764 landanir skráðar í júlí, eða um helmingi fleiri en í júní. Við veiðar voru skráðir 146 bátar saman borið við 118 í júlí.

Nær allur aflinn var þorskur, 1.063 tonn. Næst kemur ufsi en ríflega 74 þúsund kíló veiddust af honum.

Veiðarnar halda áfram fram í ágústmánuð en eftir eru tæp 283 tonn af úthlutuðum hámarksafla.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.