Góður gangur í strandveiðum í júlí
Strandveiðar á svæði C, sem nær yfir Austfirði, gengu vel í júlímánuði miðað við tölur frá Fiskistofu. Alls komu á land ríflega 1.157 tonn eða um helmingi meira en ráð var fyrir gert að veitt yrði á svæðinu í mánuðinum.Ástæðan er að ekki tókst að veiða allan þann kvóta sem úthlutað var í maí og júní.
Alls voru 1.764 landanir skráðar í júlí, eða um helmingi fleiri en í júní. Við veiðar voru skráðir 146 bátar saman borið við 118 í júlí.
Nær allur aflinn var þorskur, 1.063 tonn. Næst kemur ufsi en ríflega 74 þúsund kíló veiddust af honum.
Veiðarnar halda áfram fram í ágústmánuð en eftir eru tæp 283 tonn af úthlutuðum hámarksafla.