Leiðrétting vegna tekjulista
Við vinnslu tekjulista Austurfréttar fyrir Fljótsdalshérað urðu þau mistök að Benedikt Ólason, ýtustjóri, var sagður vera með 1,4 milljónir í tekjur á mánuði.Farið var mannavillt því tekjurnar munu tilheyra nafna hans Benedikt Lárusi Ólasyni, flugstjóra. Nokkur munur virðist því á mönnum í grjótinu eða háloftunum.
Austurfrétt biðst velvirðingar á mistökunum en ítrekar að tölurnar, sem unnar eru upp úr álagningarskrám ríkisskattstjóra, eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og kærufrest.