Leiðrétting vegna tekjulista

egilsstadir 04052013 0001 webVið vinnslu tekjulista Austurfréttar fyrir Fljótsdalshérað urðu þau mistök að Benedikt Ólason, ýtustjóri, var sagður vera með 1,4 milljónir í tekjur á mánuði.

Farið var mannavillt því tekjurnar munu tilheyra nafna hans Benedikt Lárusi Ólasyni, flugstjóra. Nokkur munur virðist því á mönnum í grjótinu eða háloftunum.

Austurfrétt biðst velvirðingar á mistökunum en ítrekar að tölurnar, sem unnar eru upp úr álagningarskrám ríkisskattstjóra, eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og kærufrest.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar