Heyrúlla flaut átta kílómetra með ánni - Myndband
Mikið flóð varð að Skriðufelli í Jökulsárhlíð í vikunni, í kjölfar mikillar úrkomu. Túnin voru undirlögð vatni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan, sem var tekið af Stefaníu Malen Stefánsdóttur á Skriðufelli.Ragnar Magnússon, bóndi á Skriðufelli, segir úrkomuna hafa verið gríðarlega mikla, en allt sé þó komið í gott horf núna. Heyrúllur stóðu óhirtar á túninu og fóru tvær þeirra af stað með ánni í átt til hafs. „Þær flutu nú ekki út á haf en önnur þeirra fór helvíti langt, ætli hún hafi ekki farið eina átta kílómetra með ánni,“ sagði Ragnar í samtali við Austurfrétt.
„Þetta er komið í gott horf núna og maður er að reyna að týna saman rúllur. Maður hefur nú meiri áhyggjur af því hvernig manni tekst að slá restina. Ef það fer ekki að þorna almennilega þá fer þetta að verða vandamál, landið er svo rosalega blautt eftir rigningarnar,“ sagði Ragnar.
Aðeins of mikil rigning, svona var ástandið í gær
Posted by Stefanía Malen Stefánsdóttir on Thursday, August 6, 2015
Mynd: Heiðar Broddason - Facebook