Þ.S. verktakar buðu lægst í endurbætur á Heiðarendanum

malbikun fagridalur juli14Þ.S. verktakar á Egilsstöðum áttu lægsta boð í endurbætur á Hringveginum um Heiðarenda en tilboð voru opnuð fyrir skemmstu.

Um er að ræða 6,5 km kafla frá Heiðarseli að Jökulsá á Dal sem á að styrkja og endurbæta.

Gert er ráð fyrir að vegurinn verði breikkaður og lengt við ræsi. Við það hækka signir vegkaflar.

Verkið er áfangaskipt og á breikkun vegarins að ljúka í ár en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið þann 1. september 2016.

Kostnaðaráætlun var 137,9 milljónir en tilboð Þ.S. 139,9 milljónir. Héraðsverk á Egilsstöðum lagði einnig fram 150 milljóna tilboð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar