Orkumálinn 2024

Aðeins einn AFS skiptinemi á Austurlandi

„Nágrannar ykkar í Vopnafirði tóku sérlega vel í beiðni okkar og björguðu Austurlandi frá því að vera AFS skiptinemalaust á komandi ári. Þangað fer einn af okkar nemum og það væri ekki verra ef við gætum verið með fleiri nema í landshlutanum.“

Þannig hljómar upphafið á færslu sem sett var inn á vefsíðu íbúa á Seyðisfirði. Í henni er spurt hvort ekki séu einhverjir þar inni sem gætu hugsað sér að hýsa skiptinema í 3-10 mánuði?

„Enn vantar okkur fjórar fjölskyldur fyrir nema sem koma í 10 mánaða dvöl og tvær fyrir nema sem koma í 3 mánaða dvöl," segir í færslunni.

„Að hýsa erlendan skiptinema er frábær leið til að fræðast um framandi menningu og deila þinni eigin menningu og gildum. Börn njóta þess oft að kynna nýja bróðurinn eða systurina fyrir siðum, hefðum og frídögum í sínu landi. Allt frá undirbúningi máltíða til skoðunarferða. Slík reynsla veitir fjölskyldunni tækifæri til að uppgötva og gera sér grein fyrir sérkennum ólíkra menningarheima.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.