Aðeins einn í einangrun

Aðeins einn einstaklingur sætir enn einangrun vegna Covid-19 veikinnar á Austurlandi. Allir þeir sem tengdust hópsmitinu á Reyðarfirði fyrir mánuði hafa lokið einangrun.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi þar sem lýst er ánægju með að smit hafi ekki greinst í fjórðungnum í nokkurn tíma. Til viðbótar við þann sem er í einangrun eru fimm manns í sóttkví.

Þar segir að mikilvægt sé þó að halda áfram á sömu braut með að sinna vel persónubundnum sóttvörnum, líkt og Austfirðingar hafi gert til þessa.

Hvatt er til þess að fólk fylgist með einkennum þegar það kemur aftur til landsins eftir ferðalag erlendis, sem nú færist í vöxt. Geri kvef, hálssærindi eða önnur einkenni vart við sig eftir heimkomu skipti miklu máli að fara í sýnatökum og bíða heima eftir niðurstöðum.

Allir aðrir eru hvattir til að fylgjast vel með einkennum og bóka tíma í sýnatöku verði þeirra vart. „Höldum áfram að gera þetta saman.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.