Aðgerðastjórn hvetur Austfirðinga til árvekni

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa til að halda vöku sinni í baráttunni gegn Covid-19 faraldrinum. Þótt staðan sé góð í augnablikinu geti hún breyst snarlega til hins verra.

„Aðgerðastjórn minnir á að hvassviðri er í kringum okkur og lítið má út af bregða til að ekki komi til smits í fjórðungnum, rétt eins og gerðist í fyrri bylgjunum tveimur en þá barst smitið til Austurlands þó seint væri,“ segir í tilkynningu sem aðgerðastjórn sendi frá sér seinni partinn í gær.

Þar eru íbúar hvattir til að tryggja áframhaldandi góða stöðu með samstilltu átaki í að gæta að persónulegum smitvörnum. Það eigi ekki síst við þegar farið sé í ferðlög og návígi er mikið

Á það ekki síst við þegar ferðalög eru farin og návígi er mikið. Höldum okkur frá aðstæðum þar sem margir koma saman og við getum ekki tryggt fjarlægðarmörk. Munum handþvottinn og sprittið.

Njótum lognsins og njótum þess saman með því að halda hæfilegri fjarlægð,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert virkt smit er í fjórðungnum og aðeins tveir einstaklingar í sóttkví samkvæmt tölum dagsins af Covid.is. Landshlutinn er sá eini án smits.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.