Aðsókn á skíðasvæðið í Oddsskarði ekki meiri í áraraðir

Hvorki fleiri né færri en um tíu þúsund gestir settu undir sig skíði eða bretti í brekkum skíðasvæðisins í Oddskarði nýliðinn vetur. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna viðlíka aðsókn.

Skíðasvæðið var formlega opnað í janúarbyrjun og fram til 1. maí síðastliðinn og þrátt fyrir nokkuð umhleypingarsamt veður í vetur, sem meðal annars olli lokun svæðisins yfir alla páskahátíðina, tókst engu að síður að halda opnu 95 daga á vertíðinni. Það þýðir að vel yfir hundrað gestir skemmtu sér í brekkunum alla þá daga sem opið var.

Til marks um hve góð aðsóknin var þennan tíma er þetta rúmlega 250% aukning gesta frá árinu áður þegar heildargestafjöldinn var um 2.800 manns og 450% meiri aðsókn í fjallið en veturinn 2021 til 2022 þegar einungis 1800 skíða- og brettaiðkendur nýttu sér brekkurnar í Oddsskarði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar