Orkumálinn 2024

Ærslabelgir settir upp á Egilsstöðum og Borgarfirði

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt uppsetningu á ærslabelgjum á Egilsstöðum og Borgarfirði eystra.


Í umfjöllun um málið á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs kom fram að stefna skuli að staðsetningu ærslabelgs innan skilgreinds íþróttasvæðis við Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafnframt að falla frá grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er á opnu svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

“Ráðið fagnar framtaki umsækjanda við að koma upp ærslabelg á Egilsstöðum og samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu belgsins á umræddum stað. Jafnframt samþykkir umhverfis og framkvæmdaráð að sveitarfélagið muni taka við ærslabelgnum að uppsetningu lokinni og sjá um viðhald og rekstur,” segir í fundargerð.

Hvað Borgarfjörð eystra varðar er fyrirhuguð staðsetning ærslabelgsins einnig innan skilgreinds íþróttasvæðis.

Þar, eins og á Egilsstöðum samþykkir ráðið fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og að falla frá grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er á opnu svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.

Og á sama hátt og á Egilsstöðum fagnar ráðið framtaki umsækjanda við að koma upp ærslabelg á Borgarfirði. Jafnframt samþykkir umhverfis og framkvæmdaráð að sveitarfélagið muni taka við ærslabelgnum að uppsetningu lokinni og sjá um viðhald og rekstur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.