Áfram fækkar rjúpunum og ráðlögð veiði í vetur aðeins 20 þúsund fuglar

Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til enn skertari veiðiheimildir á rjúpu þennan veturinn en fyrir ári eða aðeins 20 þúsund fugla. Það gerir um fjóra fugla á hvern veiðimann.

Ástæða þessa er sú að rjúpunni heldur áfram að fækka og í sumum landshlutum er hún komin niður í lágmark. Stofnunin metur heildarveiðistofninn aðeins um tæplega 250 þúsund fugla alls og ráðlögð veiði því alls 20 þúsund fuglar eða fimm þúsund færri en fyrir ári síðan og 50 þúsund færri fuglar en heimilt var að veiða 2019.

Mat Náttúrufræðistofnunar miðast við þá stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar í þeim skilningi að stofninn nái að sveiflast á milli lágmarks- og hámarksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum hverju sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.